Emar ehf.

Gluggar og hurðir

EMAR hefur flutt inn timburglugga og hurðir frá HCTC  í Litháen síðan 2007, alls 2.450m2 (423 stk.).

Einnig hefur EMAR selt eina 180m2 til Noregs í 3 hús í nágrenni Osló.

Aukinheldur hafa rétt um 2.000m2 af Schueco  álgluggum/hurðum/frontum farið í gegnum EMAR í glugga- og hurðagöt víðsvegar um landið.

Gluggarnir frá HCTC hafa farið í gegnum 1.100 pa slagveðurspróf Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og staðist það án athugasemda.

HCTC og EMAR bjóða einnig uppá NORD timburglugga (einnig álklædda) sem eru með þreföldu gleri, Einangrunargildi (U-gildi) mjög lágt og hafa staðist slagveðurspróf uppá 1.800 pa !!  Glugga af þessari gerð hefur EMAR selt til Noregs þar sem kröfur er mjög miklar, sérstklega til U-gildis.

Öll framleiðsla HCTC er CE vottuð. og hefur hlotið viðurkenningu og vottun m.a. í Danmörku .

Laxatunga Mosfellsbæ

Timburhurðir, auk rennihurðar, eru frá HCTC.  Afhending 2009.

Miðvangur 6 Egilsstöðum

Miðvangur 6 Egilsstöðum var fyrsta "alvöru" verkefni EMAR, u.þ.b. 570m2 af timbur/ál gluggum og hurðum frá HCTC í Litháen, auk 270m2 af Álgluggum frá Staticus í Litháen.

Verkkaupinn í þessu verki var hin sáluga Malarvinnsla.

Hróarsdalur Skagafirði

Hróar í Hróarstungu keypti PVC glugga í svalalokun við uppgerð á ættarbýlinu

Stöðin Borgarnesi

ÍSTAK keypti af EMAR álglugga og hurðir frá KGC í Litháen, Schueco FW50+ kerfið,  Járn og Gler sá um sjálfvirknibúnaðinn í aðal-innanganinn.

Krikaskóli Mosfellsbæ

Álgluggar- og hurðir frá Staticus í Litháen.  JÁ-Verk var viðskiptavinur EMAR en þeir unnu verkið fyrir Mosfellsbæ.

Votrýmishurðir

Interdoor votrýmishurðir henta einkar vel í búningsklefum, sundlaugum, í íþróttahúsum og hvar sem búast má við háu rakastigi og/eða vatnsaustri.  Einnig kallaðar "Hygienic doors" og henta sérlega vel þar sem hreinlæti og sótthreinsun eru lykilatriði, s.s. á sjúkrahúsum, hjá lyfjaframleiðendum o.s.frv.

Fáanlegar með ýmist ryðfríum stálkarmi eða álkarmi, nokkrar gerðir karma í boði.

Auk þess framleiðir Interdoor margar aðrar gerðir hurða, m.a. fyrir fiskvinnslur, kjötvinnslur, lyfjafyrirtæki, sjúkrahús, mötuneyti, verslanir o.fl.

Sænsk gæðavara.

Sjá nánar http://www.interdoor.com/english 

Ásastígur 4 Flúðum

Ásastígur  4 að Flúðum með DAN12 timburgluggum frá HCTC í Litháen.

Bláargerði 55 Egilsstöðum

Maghoný gluggar og hurðir voru valdir í Bláargerði 55 Egilsstöðum

Hamrar 7, Egilsstöðum

Álklæddir timburgluggar ( DAN12A) í Hömrum 7 Egilsstöðum

Heiðargerði 37 Reykjavík

DAN12 hurðir og gluggar í Heiðargerðinu í Reykjavík.  Hér voru gluggar frá EMAR valdir þegar skipta þurfti út gömlum gluggum og hurðum.

Holt við Húsavík

Gummi Salla á Húsavík valdi DAN12 gluggar og hurðir frá HCTC í Holt

Kelduneskot Kelduhverfi

Jón Tryggvi og Hrönn eru með DAN12A, álklædda timburglugga í sínu húsi (sem þau einnig keyptu af EMAR).

Krikaskóli Mosfellsbæ

Mosfellsbær, í gegnum JÁVERK, keypti glugga og hurðir DAN12A frá EMAR og HCTC í þessa fallegu byggingu. Auk þess eru í húsinu álgluggar og hurðir, einnig frá EMAR, þeir voru settir í af Litháískum aðila, Staticus.

Sogsvegur Grímsnesi

Sumarhús að Sogsvegi í Grímsnesi fékk yfirhalningu og þá þótti við hæfi að kaupa timburglugga frá EMAR í það verk.

Urðarbrunnur 100

Við höfum einnig komið við sögu í Úlfarsárdalnum, þetta er hjá Magga múrara.  Álklæddir timburgluggar DAN12A

Stakkholt 4 Húsavík

Gummi Salla enn á ferðinni, að þessu sinni innanbæjar á Húsavík.

Holt við Húsavík

í sömu sendingu og Stakkholtið, kom Stekkjarholt 8.....í báðum húsum er hvítmálað Maghoný notað í gluggana og hurðirnar, allt fyrir gæðin.

Syðra Kálfsskinn Eyjafirði

Fjölskyldan í Kálfsskinni keypti álklædda glugga og hurðir þegar þau endurnýjuðu Syðra Kálfsskinn fyrir nokkrum árum.

Urðarbrunnur 82

Guðmundur og frú völdu Maghoný glugga og hurðir í húsið sitt í Úlfarsárdalnum

Valagil 18 Akureyri

Timbur/ál gluggar (DAN12A) frá HCTC valdi hann Sigurður Ágústsson fyrir nýbyggingu sína, eftir ráðgjöf Tryggva Tryggvasonar arkitekts á Akureyri.

Viðjuskógar 4 Akranesi

DAN12A var sett í húsið hjá Sveini og Steinunni á Akranesi, útidyrhurðin var þó úr Maghoný og ekki álklædd utan.

Það er stór rennihurð í hornglugganum.

Vorsabær 10 Reykjavík

DAN12A í Vorsabænum í Reykjavík, þar var gluggum og hurðum skipt út fyrir nokkrum árum

Þverá Norður Þingi

Enn kom Gummi Salla til skjalanna og keypti glugga og hurðir í hús sem hann var að smíða.