Emar ehf.

ÖSP í þakkanti !

2014-05-22 07:51:35

Mynd: ÖSP í þakkanti !

Að Hléskógum 16 stendur yfir endurnýjun þakkants sem var orðinn ansi lúinn.

Fyrir valinu varð hitameðhöndluð Ösp 15 x 88 mm sem kemur einstaklega vel út.  BENAR viðarolía frá Jotun er síðan borin á yfirborðið

Ef marka má orð íbúa í Bláskógum er þetta afar fallegt því hann sagði : "Hvaða viður er þetta, ég hef aldrei séð svona fallegan við í þakkanti áður......"  Þetta eru ekki amaleg meðmæli, en sjón er sögu ríkari....rennið framhjá og dæmið sjálf.