Emar ehf.

Tímamótasamningur

2013-05-30 12:16:23

Mynd: Tímamótasamningur

Ragnar Már Ragnarsson f.h. SH7 og Eggert Marinósson f.h. EMAR handsöluðu þann 29.maí samning um kaup og sölu á gluggum og hurðum í Sólmundarhöfða 7 á Akranesi.

Verkefnið er það stærsta sem EMAR hefur tekist á við síðan 2009 og jafnframt það stærsta í Timbur/ál gluggum eða 1.060m2 auk nokkurra álglugga/hurða og er afar kærkomið eftir nokkur mögur ár í bransanum.

Húsið verður 9 hæðir með bílakjallara og verða 4 íbúðir á hæð.

Frábært útsýni til allra átta á þessari einstöku sjávarlóð.

Íbúðirnar verða til sölu fyrir 50 ára og eldri og eru þegar byrjaðar að berast fyrirspurnir.

Stefnt er á að afhenda vöruna í byrjun ágúst, og markmiðið er að loka húsinu fyrir áramót.

Hlakka til að vinna með Ragnari og hans fólki að þessu verkefni.